Innlent

Álver í Straumsvík og á Norðurlandi ekki aðskilin mál

Mynd/Eiríkur Kristófersson

Bæjarstjórinn á Akureyri segist ekki trúa því að farið verði í stækkun álversins í Straumsvík þannig að Norðlendingar verði hornreka í atvinnuuppbyggingu.

Aukning álframleiðslu á suðvesturhorninu hefur vakið upp spurningar um hvort Norðlendingar standi nú utan garðs. Innan skamms á að ákveða hvaða staðsetning henti best hugsanlegu álveri á Norðurlandi. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur ályktað um málið og minnir á að stjórnvöld hafi lýst þeim vilja að næsta álver muni rísa á Norðurlandi. Landsvirkjun og iðnaðarráðherra greinir á um hvort stækkun álversins í Straumsvík sé pólitísk ákvörðun eða ekki en hitt er óumdeilt að atvinnuleysi mældist mest á Norðurlandi-eystra allt árið 2005.

Bæjarstjóranum á Akureyri hugnast ekki atburðarás síðustu daga og segist ekki trúa því að óreyndu að niðurstaðan verði sú að álver á suðvesturhorni gangi fyrir álveri á Norðurlandi. Hann segist hafa fulla trú á því að álver rísi á Norðurlandi. Þá sagði hann stækkun Alcan í Straumsvík og álver á Norðurlandi ekki vera aðskilin mál því stjórnvöldum beri að vinna innan ákveðins ramma og hann setji takmörk fyrir því hvað hægt sé að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×