Innlent

Langtímasamningur í sjónmáli

Mynd/AP

Samningar milli Landsspítala-háskólasjúkrahús og Art Medica um tæknifrjóvganir bíða endurnýjunar en vonir eru bundnar til að langtímasamningur náist um næstu mánaðarmót. Bráðabirgðasamningar hafa hingað til skapað nokkurra óvissu meðal þeirra sem bíða tæknifrjógvunaraðgerða.

Núverandi bráðabirgðasamningur rennur út um næstu mánaðarmót en Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmannmaður heilbrigðisráðherra, er vongóð um að samningar náist í tæka tíð. Hún segir vilja til langtímasamninga hjá báðum aðilum. Sæunn segir að vissulega geti bráðabirgðasamningar skapað óvissu og óöryggi meðal fólks sem hefur hafið tæknifrjóvgun eða bíður hennar. Langtímasamningur myndi binda enda á óvissuna sem vissulega sé nauðsynleg fyrir alla aðila.

Náist langtímasamningur, mun tæknifrjóvgunaraðgerðum líklega fjölga frá því sem nú er.

Ekki náðist í Guðmund Arason, eiganda og framkvæmdarstjóra Art Medica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×