Innlent

Íslensk stjórnvöld höfðu ekki vitund um mannrán og fangaflug

Mynd/Atli Már Gylfason

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft neina vitneskju um fangaflug á vegum Bandaríkjastjórnar en segist ekki geta fullyrt neitt um hvort slíkt hafi átt sér stað án þeirra vitneskju. Hann segir að íslensk stjórnvöld muni ekki leita frekari svara Bandaríkjamanna og telur ekki ástæðu til þess að þau sendi sjálfstæða fyrirspurn um málið til bandarískra stjórnvalda.

Rannsóknarnefnd Evrópuráðsins segir mjög líklegt að ríkisstjórnir Evrópu hafi haft vitneskju um mannrán og fangaflug Bandarísku leyniþjónustunnar. Forsætisráðherra segir það ekki eiga við um íslensk stjórnvöld og að hann viti ekki til þess að stjórnvöld í öðrum ríkjum Evrópu hafi haft vitund um þessar aðgerðir Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×