Innlent

Þriðjungur starfsmanna á Dal hefur sagt upp

MYND/Vilhelm

Um þriðjungur starfsmanna leikskólans Dals í Kópavogi, eða tíu manns, hefur sagt upp störfum vegna óánægju með þá bið sem orðið hafi á því að bæta kjör þeirra. Sóley Gyða Jörundsdóttir, leikskólastjóri á Dal, segir fólk orðið langþreytt á biðinni en eins kunnugt er er ekki að vænta tillögu frá Launanefnd sveitarfélaga fyrr en 10. febrúar.

Tveir starfsmenn á Dal sögðu upp fyrir áramót og fyrir helgi og í gær hafa átta sagt upp störfum. Að sögn Sóleyjar Gyðu Jörundsdóttur eru allar uppsagnirnar þó með fyrirvara um að kjörin batni en aðspurð segir hún ljóst að ef allt fari á versta veg verði að grípa til aðgerða eins og lokana í vor þegar uppsagnirnar taka gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×