Tímabært að refsa Írönum 24. janúar 2006 12:16 Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Rice sagði á fundi með utanríkisráðherra Ítalíu í gær að Bandaríkjamenn, Evrópumenn sem og nokkur önnur ríki teldu löngu tímabært að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eina leiðin til að fá Írana til að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar, væri að refsa þeim. Rice sagði ennfremur að Bandaríkin myndu þrýsta á að það yrði gert á sérstökum fundi með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, sem fer fram snemma í næsta mánuði. Rice vildi þó ekki segja til hvernig refsiaðgerða öyrggisráðið gæti gripið til, né vildi hún tjá sig nokkuð um það hvort að Bandaríkin yrðu sátt með vægari refsingu en alþjóðlegar viðskiptahömlur. Rice sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman að því að koma í veg fyrir að Íranar fái að halda áfram með kjarnorkuáætlun sína og hafa Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tekið undir með utanríkisráðherranum og útilokað frekari viðræður við Írana fyrr en þeir hafa fallið frá kjarnorkuáætlunum sínum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur þó sagst vilja bíða með refsiaðgerðir sem oftast nær skili engu og hafa Rússar tekið undir með honum. Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum mun eiga fund í dag með rússneskum embættismönnum í Moskvu. Rússnesk stjórnvöld vilja og hafa boðið Íransstjórn að auðga úran í Rússlandi og flytja það til Írans til að vinna úr því raforku. Þar sem Íransstjórn hefur sagst ætla að halda sínu striki hvað varðar kjarnorkurannsóknir, er búist við því að rædd verði sú hugmynd að Íranar fái að auðga úran sjálfir en innan rússneskra landamæra. Stjórnvöld í Íran eru hissa og reið vegna yfirgangs Vesturlanda og sagt það rétt sinn og vilja þegna landsins að úran verði framleitt. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Rice sagði á fundi með utanríkisráðherra Ítalíu í gær að Bandaríkjamenn, Evrópumenn sem og nokkur önnur ríki teldu löngu tímabært að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eina leiðin til að fá Írana til að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar, væri að refsa þeim. Rice sagði ennfremur að Bandaríkin myndu þrýsta á að það yrði gert á sérstökum fundi með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, sem fer fram snemma í næsta mánuði. Rice vildi þó ekki segja til hvernig refsiaðgerða öyrggisráðið gæti gripið til, né vildi hún tjá sig nokkuð um það hvort að Bandaríkin yrðu sátt með vægari refsingu en alþjóðlegar viðskiptahömlur. Rice sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman að því að koma í veg fyrir að Íranar fái að halda áfram með kjarnorkuáætlun sína og hafa Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tekið undir með utanríkisráðherranum og útilokað frekari viðræður við Írana fyrr en þeir hafa fallið frá kjarnorkuáætlunum sínum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur þó sagst vilja bíða með refsiaðgerðir sem oftast nær skili engu og hafa Rússar tekið undir með honum. Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum mun eiga fund í dag með rússneskum embættismönnum í Moskvu. Rússnesk stjórnvöld vilja og hafa boðið Íransstjórn að auðga úran í Rússlandi og flytja það til Írans til að vinna úr því raforku. Þar sem Íransstjórn hefur sagst ætla að halda sínu striki hvað varðar kjarnorkurannsóknir, er búist við því að rædd verði sú hugmynd að Íranar fái að auðga úran sjálfir en innan rússneskra landamæra. Stjórnvöld í Íran eru hissa og reið vegna yfirgangs Vesturlanda og sagt það rétt sinn og vilja þegna landsins að úran verði framleitt.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira