Erlent

Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik

Augosto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile
Augosto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile MYND/Reuters

Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara. Áfrýjunardómstóll ákveður í dag hvort fjölskyldan fær frelsi gegn tryggingu. Pinochet var sjálfur ákærður í fyrra fyrir að koma undan skatti um það bil 27 milljónum dollara, eða sem nemur um 1,7 milljörðum íslenskra króna, og að hafa falið féð í erlendum bönkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×