Innlent

Viðbrögð æfð

Hvernig er best að bregðast við ef gámabíll með þúsund lítra af klórgasi innanborðs veltur með þeim afleiðingum að gámurinn rifnar og klórgas lekur út í andrúmsloftið? Þessari spruningu reyndu þáttakendur á viðamikilli æfingu hjá slökkvilið höguðborgarsvæðisins að svara í dag.

Tilgangurinn með æfingunni er að finna út áfallaþol viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. að æfingunni koma meðal annars Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, lögreglan, neyðarlínan, Landspítalinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Almannavarnir og Umhverfisstofnun. Í henni er gert ráð fyrir að bílstjóri gámabíls missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að gámurinn sem inniheldur klórgas, rifnar. Að minnsta kosti 100 manns slasast og fimm látast á fyrstu klukkustundinni eftir slysið. Óhappið er ekki óraunhæft enda algengt að flutningabílar sem innihalda hættuleg efni eigi leið þarna um. Í tilfelli eins og þessu eru íbúar nærliggjandi byggðar einnig í hættu þar sem klórgas er hvoru tveggja ætandi og eitrað. Íbúðabyggð er nálægt slysstaðnum sem og stór fyrirtæki og stofnanir eins og til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn í Fossvogi og Öskjuhlíðarskóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×