Erlent

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands að komast í lag

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands eru óðum að komast í lag. Stór gasleiðsla í Norður-Ossetíu var hins vegar sprengd í loft upp í gær. Stjórnvöld í Moskvu kenna aðskilnaðarsinnum á svæðinu um spellvirkið en georgískir embættismenn telja fullvíst að Kremlverjar hafi sjálfir lagt á ráðin um það til að koma af stað orkukreppu í landinu. Grunnt hefur verið á því góða á milli rússneskra og georgískra stjórnvalda eftir að ríkisstjórn Mikhails Saakasvili komst til valda í Georgíu fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×