Innlent

Samningur um miðlæga stýringu umferðarljósa undirritaður

Frá undirritun samnings
Frá undirritun samnings

Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa undirritað samning við Siemens um nýtt vöktunar- og stýrikerfi fyrir umferðarljós í Reykjavík. Samningurinn hljóðar uppá sextíú og fimm milljónir króna og mun kostnaður þessi skiptast jafnt á milli aðila. Með þessum nýja búnaði sem settur verður upp í september á þessu ári mun allt eftirlit með umferðarljósum vera mun virkara og öruggara.

Auk þess mun kerfið vakta og tilkynna um allar bilanir til réttra aðila. Nýja kerfið býður einnig upp á sveigjanlegri stillingu umferðarljósa eftir tíma dags og umferðarmagni. Í dag er umferðarljósum stýrt af stjórnkössum við einstök gatnamót og er Það kerfi mjög óþjált í rekstri og allar breytingar mjög tímafrekar. Einnig sendir núverandi kerfi engar tilkynningar um bilanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×