Innlent

Staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Hótel Valhöll á Þingvöllum.
Hótel Valhöll á Þingvöllum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Kristbjörg Kristinsdóttir, staðarhaldari á Hótel Valhöll á Þingvöllum, gekk á fund forsætisráðherra fyrir hádegi vegna þeirra hugmynda um að Hótel Valhöll skuli verða rifið að hluta eða öllu leyti.

Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrslu þar sem höfundar leggja til að Hótel Valhöll verði rifið að hluta eða öllu leyti og nýbygging reist á grunninum. Áform eru uppi um að halda samkeppni um hönnun nýs húss ef ákvörðun um niðurrif verður tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×