Innlent

Eldur kom upp í sumarbústað á Flúðum í nótt

Bruni
MYND/Erlingur Þór Júlíusson
Tvenn hjón sluppu ómeidd, en flytja þurfti einn á sjúkrahús vegna aðkenningar að reykeitrun, eftir að eldur kom upp í sumarbústað skammt frá Flúðum um miðnætti.Tvenn hjón sluppu ómeidd, en flytja þurfti einn á sjúkrahús vegna aðkenningar að reykeitrun, eftir að eldur kom upp í sumarbústað skammt frá Flúðum um miðnætti. Strax og fólkið var vart við reyk, kallaði það á slökkvilið og tókst að mestu að halda eldinum í skefjum þartil það kom á vettvang. Samt sem áður varð talsvert tjón innanstokks í bústaðnum, sem er nýr. Eldurinn virðist hafa kviknað út frá röri úr kamínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×