Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu

Bílstjóri vörubifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á veginum að Bláa lóninu nú síðdegis. Bílstjórinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt á hliðina út fyrir veg. Vörubifreiðin, bíll með stóran tengivagn, var fulllestaður af grjóti og hafnaði farmurinn úti í hrauni.

Bílstjórinn var einn í bílnum og var hann fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til frekari skoðunar á sjúkrahús í Reykjavík. Hann mun hafa hlotið innvortis áverka, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×