Innlent

Hvalveiðar hefjast að nýju

Sjávarútvegsráðherra segir stefnt að hvalveiðum í atvinnuskyni og ákvörðun verði tekin áður en langt um líður. Fyrirvari sem Ísland setti um að hefja ekki veiðar að nýju er liðinn. Ráðherrann segir hvalveiðar stundaðar sem aldrei fyrr og þar séu Bandaríkin stórtækust.

 

Íslendingar gengu í Alþjóða hvalveiðiráðið að nýju í júní 2001, eftir að hafa staðið utan við það í níu ár. Við inngönguna gerðu Íslendingar fyrirvara við svokallaðan 0-kvóta og rann sá fyrirvari út á þessu ári, sem þýðir að þeir geta hafið hvalveiðar í atvinnuskyni á þessu ári, verði sú pólitíska ákvörðun tekin. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að stjórnvöld eigi eftir að komast að niðurstöðu, en hann segir stefnt að veiði að nýju og taka eigi ákvörðun um það sem fyrst. Hann segir að vísindaveiðum verði haldið áfram, en búið er að veiða helming þeirra dýra sem ákveðið var að veiða. Einar segir mikilvægar upplýsingar hafa fengist með vísindaveiðunum og verði þær kynntar á fundi NAMCO sem haldinn verður á Íslandi í næsta mánuði. Þá bendir hann á að hvalveiðar standi í miklum blóma núna og nokkrar þjóðir stundi þær, en þar fari Bandaríkin fremst í flokki og veiði mest. Það sé gert í nafni frumbyggja, en það séu hvalveiðar engu að síður.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×