Innlent

Bæjarstjórinn tregur til að boxa

20-30 nemendur Háskólans á Akureyri afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri boxhanska á Akureyrarflugvelli í morgun. Ástæðan er að Kristján Þór, sem er oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, hafði sagt að hann skyldi hjálpa nemendum að berja stjórnvöld til hlýðni svo takast mætti að tryggja meira fé til Háskólans á Akureyri. Á hönskunum stóð: Sláðu í gegn, en bæjarstjórinn virtist tregur til að veita hönskunum viðtöku, og lét þess getið að hann væri maður orða en ekki ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×