Innlent

Baugsmálið í dóm

Verjendur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Verjendur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/Gunnar V. Andrésson

Ákæruliðirnir í Baugsmálinu snúa annars vegar að brotum á lögum um ársreikninga og hins vegar að brotum á tollalögum vegna innflutnings á bílum, en málið var dómtekið í gærkvöldi að lokinni aðalmeðferð. Dómarar hafa nú þrjár vikur til að kveða upp dóm.

Í lokaræðum sínum í gærkvöldi gagnrýndu verjendur meðal annars settann saksóknara í málinu, Sigurð Tómas Magnússon fyrir að hafa farið fram á refsihækkun vegna þess að ákærðu sýndu enga iðrun.

Eins gagnrýndu verjendur vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers og Ivans G. Motta og ýjuðu að því að þeir hafi sammælst um framburð og skjöl. Saksóknari benti hinsvegar á að hæfilega ónákvæm skjöl bentu frekar til þess að svo væri ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×