Innlent

Hróður verður Týr

Arftaka bolans Elds í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið fundið nýtt nafn og heitir hann nú Týr. Þetta varð ljóst eftir símakosningu í gærkvöld þar sem valið stóð á milli þriggja nafna, Týs, Elds og Hróðurs, en kálfinum hafði áður verið valið síðastnefnda nafnið. Týs bíður nú það erfiða verkefni að fylgja í fótspor föðurs síns, Guttorms heitins, sem í mörg ár var vinsælasta skepna Húsdýragarðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×