Staðan í leik Frakka og Svisslendingum er enn markalaus þegar flautað hefur verið til leikhlés. Frakkar hafa verið betri aðilinn í leiknum, sem er enn nokkuð daufur. Svisslendingar áttu þó stangarskot í hálfleiknum og Frakkarnir áttu klárlega að fá vítaspyrnu undir lokin þegar Thierry Henry boltanum í hönd eins varnarmanna svissneska liðsins, en ekkert var dæmt.
