Innlent

Nokkur afskipti af umferðaróhöppum og hraðakstri

14 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í umdæmi Áltanes, Garðabæ og Hafnarfirði í vikunni. Þá var ökumaður bifreiðar, sem lenti í hörðum þriggja bíla árekstri, fluttur á slysadeild til rannsóknar. Á miðvikudag var mjög alvarlegt umferðarslys á Bæjarbraut í Garðabæ þar sem ekið var á 16 ára gamla stúlku sem var gangandi. Hún slasaðist alvarlega og er henni enn haldið sofandi á gjörgæsludeild. Lögreglan hafði afskipti af 33 ökumönnum vegna umferðarlagabrota. Af þeim voru ellefu kærðir fyrir hraðakstur og tveir ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur. Auk þessa komu tvö fíkniefnamál til kasta lögreglunnar í vikunni og hald var lagt á meint fíkniefni. Tvö innbrot í nýbyggingar í Hafnarfirði voru tilkynnt til lögreglu og í báðum tilvikum var handverkfærum stolið frá iðnaðarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×