Innlent

Þrjá bílveltur á svipuðum slóðum

Þrjár bílveltur urðu í gærkvöldi og nótt í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi. Tveir bílanna fóru útaf þjóðveginum í Langadal en slæmt veður, blinbylur og hálka var á þessum slóðum þegar bílarnir fóru útaf veginum. Annar bíllinn lenti hálfur ofan í tjörn en engann sakaði. Bílarnir eru nokkuð skemmdir. Þá varð ein bílvelta í nótt en betur fór er á horfðist og engann sakaði. Bíllinn er mikið skemmdur. Allir bílarnir þrír fóru útaf veginum milli Geitaskarðs og Fremstagils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×