Innlent

Heimasíða héraðsdóma opnuð

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Valgarður Gíslason

Dómstólaráð hefur opnað heimasíðuna www.domstolar.is þar sem framvegis verður hægt að nálgast á einum stað dagskrár allra héraðsdómstóla í landinu og flesta dóma og úrskurði sem kveðnir eru upp hjá dómstólunum. Á síðunni eru einnig upplýsingar um starfsemi einstakra dómstóla og um Dómstólaráð, auk frétta og greina um málefni sem tengjast héraðsdómstólunum í landinu.

Með opnun heimasíðunnar er stigið skref til að auka og bæta þjónustu dómstólanna og að gera upplýsingar um störf þeirra aðgengilegri almenningi í landinu.

Það er Dómstólaráð sem annast birtingu dóma á heimasíðunni í samráði við héraðsdómstóla landsins. Á fundi ráðsins þann 9. febrúar síðast liðinn voru samþykktar reglur sem gilda um birtingu dóma á heimasíðunni og er hægt að nálgast þær á síðunni. Reglurnar tilgreina þá málaflokka sem dómúrlausnir verða ekki birtar í auk reglna um nafnbirtingar í dómum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×