Innlent

Sauðfé rúið

Mikið líf og fjör var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Þar fylgdust börn og fullorðnir með því þegar sauðféð í garðinum var rúið og fengu að sjá hvað verður um ullina. Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvanneyri mætti til að rýja fé en það hefur hann gert síðustu ár.

Tíu kindur eru í garðinum sem þurfti að rýja. Með Guðmundi var listafólk frá Ullarselinu á Hvanneyri sem nýtt hefur ull í listaverk sín. Þau gerðu band úr ullinni og fengu margir gestir að taka með sér spotta heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×