Innlent

Fannfergi í Reykjavík

Blautum snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margir hafa væntanlega komið að bílum sínum freðnum. Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að snjóþekja sé víða í Árnes- og Rangárvallasýslu, hálka og þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á Austurlandi. Mokstur stendur yfir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×