Boro yfir gegn Roma
Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Roma í leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Riverside Stadium. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.