Innlent

Ísland er fimmta skuldugasta ríki í heimi

Bankamenn fullyrða að skýrsla verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch sé óvönduð og full af rangfærslum, en skýrslan, ásamt uggvænlegum tölum um viðskiptahalla, hafa þrýst gengi krónunnar niður.

Einungis fjögur ríki í heiminum, þar af þrjú í Afríku, skulda nú meira en Íslendingar.

Það hefur hrikkt í stoðum í íslensku hagkerfi með gagnrýnni skýrslu Merrill Lynch um bankana. Fyrirtækið telur að matsfyrirtækin, Fitch Ratings, Standard & Poor og Moodys hafi ekki kafað nægjanlega ofan í upplýsingar um bankana þegar þeir gáfu þeim hátt lánshæfismat. Horft sé framhjá því að bankarnir séu í flóknum eignatenglsum við viðskiptalífið og eignist jafnvel í fyrirtækjum sem þar sem þeir láni til kaupana. Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans gefur lítið fyrir álit Merrill Lynch og segir að hún sé full af rangfærslum og misskilningi.

Viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki samkvæmt nýjum tölum - um helming viðskitpahallans má rekja til stóriðju- og virkjanaframkvæmda.

Skuldir þjóðarbúsins hrannast upp. Skuldastaðan hlýtur að teljast uggvænleg þegar hún er borin saman við stöðu annara þjóða. Þorvaldur Gylfason, prófessor bendir á það í Fréttablaðinu í dag að það hafi þótt tíðindi þegar skuldir þjóðarinnar fóru yfir 100% af landsframleiðslu. Þær eru nú orðnar þrefallt meiri og nema tæplega 300% af landsframleiðslu. Þorvaldur segir í samtali við NFS að samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum séu eingis Kongo, Sao Tome og Principe & Ginea-Bissau i Afriku og Barbados i Karibahafi með hærri skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×