HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið 9. september 2006 11:15 Úr leik HK og Þórs. Gunnar Líndal, markvörður Þórs, hefur gripið knöttinn áður en Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður HK, komst til hans. Bæði lið verða í eldlínunni í dag. MYND/Vilhelm Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn