Innlent

Komið í veg fyrir pólitískt stórslys

Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar frestun menntamálaráðherra á styttingu námstíma til stúdentsprófs og segir að komið hafi verið í veg fyrir pólitískt stórslys. Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík lítur svo á að forysta kennarafélaganna hafi ekki haft umboð til að undirrita samkomulag við menntamálaráherra.

Sátt náðist í gær þegar menntamálaráðherra og formaður Kennarsambandsins undirrituðu samkomulag um samstarf sem nefnt er tíu skref til sóknar og miðar að því að bæta enn frekar skólakerfið. Áfram er stefnt að því að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú en það verður ekki fyrr en árið 2010.

Kennaraforystan hefur verið andvíg skerðingu náms og því er Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar sammála.

Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík furðar sig á samkomulaginu sem var undirritað í gær. Félagið segir það ekki unnið í samráði við kennara og lítur svo á að forrysta kennarasamtakanna hafi ekki haft umboð til að undirrita samkomulagið sem sé marklaust þar sem ráðherra sé jafnákveðinn og áður að skerða nám til stúdentsprófs.

Sjá má fréttina í heild sinni á Vef TíVí Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×