Innlent

Birgðir af hrefnukjöt búnar í bili

Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið.

Í Nýlegri skoðanakönnun sem gallup vann fyrir Alþjóðadýraverndunarsjóðinn síðastliðinn október, kemur fram að 14% Íslendinga keyptu hvalkjöt síðastliðna 12 mánuði. 86% þátttakenda í könnuninni sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á umræddu tímabili. Árið 2004 voru 32 hrefnur veiddar í vísindaskini og í fyrra voru veidd dýr 39 dýr. Formaður félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meiri en framboðið og það skýri ef til vill af hverju aðeins 14% íslendinga keyptu hvalkjöt á síðasta ári.

Gunnar segir mikinn áhuga fyrir hrefnukjöti, ekki hvað síst eftir að félagið hóf að markaðssetja kjötið sérstaklega síðasta sumar. Hann segir að síðan vísindaveiðar hófust á hrefnu, hafi kjötið ekki verið markaðssett sérstaklega. Hann segir það augljóst að markaðssetningin hafði mikið að segja fyrir söluna enda sé kjötið nú búið hjá Félagi hrefnuveiðimanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×