Innlent

Íbúar Reykjavíkur borga ljósleiðaravæðingu á Seltjarnarnesi

Lagning ljósleiðara í mörgum hverfum Reykjavíkur hefur setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar eru látnir standa undir kostnaði við ljósleiðaravæðingu í öðrum sveitarfélögum. Þessu heldur Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ fram og vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. 

Orkuveita Reykjavíkur gerði nýlega samning við Seltjarnarnesbæ um að leggja ljósleiðarakerfi í bænum og á verkinu að vera lokið á þessu ári. Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ segir þetta gert bæjarbúum á Seltjarnarnesi að kostnaðarlausu, og því borgi íbúar Reykjavíkur brúsann.

Sigríður segir þetta langt frá því að vera eina dæmið um að borgaryfirvöld líti fram hjá hagsmunum íbúa í miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×