Innlent

Óeðlileg fréttamennska sögð hafa lækkað hlutabréfaverð

Framkvæmdastjóri VBS Fjárfestingarbanka, Jafet Ólafsson, segir að neikvæð umræða fjölmiðla sé aðalástæða niðursveiflu hlutabréfa síðustu daga. Hann sakar Morgunblaðið sérstaklega um að hampa neikvæðustu umsögnum erlendra matsfyrirtækja umfram það sem eðlilegt geti talist.

Jafet telur að ekki sé eðlilegur grunnur á bak við lækkanir á hlutabréfum í gær og fyrir helgi. Í raun hafi ekkert nýtt komið fram um íslenskt efnahagskerfi fyrir utan skýrslu frá einu fyrirtæki, Fitch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×