Innlent

Fjórir sækja um embætti hæstaréttardómara

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Valgarður Gíslason

Fjórir hafa sótt um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út þann 10. mars síðastliðinn.

Umsækjendur eru Hjördís Björk Hákonardóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands, Páll Hreinsson, pófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njálsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×