Innlent

Markaðsvirði rýrnað um 200 milljarða

Markaðsvirði þriggja stóru bankanna hér á landi hefur rýrnað um tæpa tvö hundruð milljarða króna á þremur vikum eftir að Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Þá vekur Morgan Stanley athygli á mikilli hlutabréfaeign bankanna og að íslensku bréfin hafi hækkað um 60 til 75 prósent á einu ári. Ef sú hækkun íslensku bréfanna gengi verulega til baka, eða um 50 prósent, myndi eign bankanna í þeim rýrna um samtals 48 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×