Innlent

Áhrif áliðnaðarins á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa aflað sér lögfræðiálits um hverjar skuldbindingar Íslands séu gagnvart Kyoto-bókuninni og Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lögfræðiálitið var unnið af Dr Roda Verheyen hjá lögmannsstofu Gunther, Heidel, Wollenteit og Hack í Hamburg. Roda Verheyen hefur sérhæft sig á sviði umhverfisréttar og þekkir vel til Rammasamningsins og Kyoto-bókunarinnar.



“Ísland hefur fullgilt alþjóðlegan sáttmála – Kyoto-bókunina. Þar með hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna í samræmi við reglur og anda þess sáttmála. Í samningnum felst að draga ber úr og koma stjórn á útstreymi gróðurhúsalofttegunda í hverju ríki fyrir sig. Dugi það ekki til að ná settu markmiði er hægt að kaupa kvóta á alþjóðlegum markaði. Þrátt fyrir að hafa gengist undir ákvæði Kyoto-bókunarinnar fékk Ísland ókeypis til ráðstöfunar 8 milljón tonn af koltvísýringi 2008 – 2012, í samræmi við íslenska undanþáguákvæðið” segir í áliti hennar

Það er von Náttúruverndarsamtaka Íslands að meðfylgjandi lögfræðiálit efli umræðu um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í umhverfismálum. Samningsmarkmið íslenskra stjórnvalda verða að byggja á þeim skilningi að koma verði í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar í samræmi við 2. grein* Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×