Innlent

Hjálparsveit skáta í Hveragerði fær 1.000.000 kr styrk úr Pokasjóði ÁTVR

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, og Bjarni Finnson formaður stjórnar Pokasjóðs færðu Hjálparsveitinni í Hveragerði eina milljón króna í styrk til kaup á tækjum fyrir sveitina. Styrkurinn er veittur að frumkvæði ÁTVR, en eins og kunnugt er varð Hjálparsveitin fyrir miklu tjóni í bruna á gamlársdag þar sem mikið af tækjabúnaði skemmdist í eldsvoðanum. Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir, ritari sveitarinnar veitti styrknum móttöku í vínbúð ÁTVR í Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×