Innlent

Lýsa yfir áhyggjum af stöðu leikskólamála í borginni

MYND/GVA

Samtökin Börnin okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík,lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Eins og greint var frá í gær komst samráðshópur um kjaramál leikskólakennara, sem skipaður var til að koma með hugmyndir að lausnum fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á morgun, ekki að neinni niðurstöðu og því er hugsanlegt að margir leikskólakennarar segi upp á næstunni. Í yfirlýsingu hvetja Börnin okkar borgaryfirvöld og önnur sveitarfélög til að finna lausn á vandanum á ráðstefnunni. Þau segja suma foreldra hrædda um að missa vinnuna vegna manneklu á leikskólum borgarinnar og þá hafi hún einnig áhrif á umhverfi barnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×