Innlent

Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri

Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína. Það var hins vegar engu skírteini að tapa hjá öðrum ungum ökumanni sem stöðvaður var nokkru síðar því hann var ekki einu sinni búinn að taka bílprófið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×