Innlent

Tugir þúsunda steraskammta fundust

Tugir þúsunda ólöglegra steraskammta fundust við húsleit í líkamsræktarstöð í Reykjavík fyrir helgi. Að sögn Morgunblaðisns hefur lengi leikið grunur á að þar væru seldir ólögleglir sterar og var því aflað húsleitarheimilda. Einn maður var handtekinn vegna rannsóknarinnar, en hann hefur verið látinn laus þar sem málið telst að mestu upplýst. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn smyglaði efnunum sjálfur til landsins, eða var einungis viðriðinn sölu þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×