Innlent

Mikið að gera hjá lögreglunni í Hafnarfirði

MYND/Kristjan J. Kristansson

Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði hafði í nógu að snúast um helgina. Nokkuð bar á ölvun og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þónokkrum vegna þessa. Áföstudagskvöld var lögreglan kölluð til að heimili í Garðabæ vegna hávaða og þegar hún hugðist hafa afskipti af stúlku einni sem var mikið ölvuð veittust að henni tveir menn.

Mennirnir náðu að komast undan lögreglan en vitað er hverjir voru á ferð og hafa þeir verið boðaði til yfirheyrslu. Þá voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur, 15 vegna hraðaaksturs og 13 til viðbótar vegna annarra umferðarlagabrota. Lögreglan lagði einnig hald á nokkuð magn af fíkniefnum en fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu.

Þá gerði lögreglan um helgina könnun á ökuhraða á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, þar sem mældur var hraði 200 bifreiða á tveimur stöðum, þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Á öðrum staðnum var meðalhraðinn 55 km og á hinum staðnum 39 km. Sá sem hraðast ók var mældur á 72 km hraða og var hann sá eini sem var sektaður.

Einnig gerði lögreglan sams konar hraðakönnum á fjórum stöðum á Hjallabraut í Hafnarfirði, þar sem einnig er leyfður 50 km hámarkshraði. Þar var samtals mældur hraði 400 bifreiða og var meðalhraðinn 47 km og sá sem hraðast ók var mældur á 68 km hraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×