Innlent

Hjálparstarf kirkjunnar vill að ríkið endurgreiði 2 milljónir

MYND/Pjetur Sigurðsson

Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar fer fram á að ríkið endurgreiði tvær milljónir króna sem innheimtar voru í virðisaukaskatt af söfnun til neyðaraðstoðar í Pakistan. Söfnunin fór fram með sölu á geisladisknum Hjálpum þeim.

Ráðið telur engin rök fyrir innheimtunni, þar sem allir sem að gerð disksins komu hafi gefið vinnu sína og því hafi engin virðisauki myndast. Einnig er bent á að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fengið framlög úr neyðarsjóði ríkistjórnarinnar vegna hamfaranna í Pakistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×