Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Sæbrautinni

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi, og er hún nú lokuð frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut. Bráðasveitir lögreglu og slökkviliðs eru nú á Sæbrautinni slyssins. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar og virðist sem rútan hafi ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé. Ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum.

Vegna slyssins hefur Sæbrautinni verið lokað frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut, og verður svo eitthvað framyfir hádegið. Ökumönnum er bent á að haga ferðum sínum í samræmi við það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×