Innlent

Kona efst hjá Samfylkingu í Grindavík

 

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur verður efst á lista Samfylkingarinnar í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í öðru og þriðja sæti eru bæjarfulltrúarnir Garðar Páll Vignisson og Hörður Guðbrandsson.

Samfylkingarfélagið í Grindavík hélt almennan félagsfund í gær og var tillaga kjörstjórnar að framboðslista kynnt en í haust var ákveðið að farið yrði í uppstillingu. Voru tillögur nefndarinnar samþykktar einróma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×