Innlent

Mómæli við íslenska sendiráðið í London

Virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka var mótmælt við íslenska sendiráðið í London í dag.

Rúmlega tuttugu manns tóku sér stöðu við sendiráðið til að mótmæla stóriðjuáformum íslenskra stjórnvalda og þeim áhrifum sem stóriðjuframkvæmdir hafa á umhverfið.

Mótmælendurnir héldu á borðum sem á stóðu slagorð gegn virkjunarframkvæmdum auk þess sem þeir dreifðu blöðum til vegfarenda þar sem neikvæð áhrif virkjunarframkvæmda komu fram.

Eftir að hafa mótmælt fyrir utan sendiráðið hélt hópurinn að vísindasafninu í London. Þar stendur nú yfir sýningin Pure Iceland. En í tengslum við sýninguna hefur verið lögð áhersla á endurnýtanlega orku. Landsvirkjun er meðal þeirra sem styrkja sýninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×