Innlent

Lífsskoðunarfélög fái jafna stöðu á við trúfélög

Frá borgaralegri fermingarathöfn á vegum Siðmenntar.
Frá borgaralegri fermingarathöfn á vegum Siðmenntar.

Lífsskoðunarfélagið Siðmennt bar í dag allsherjarnefnd Alþingis í þriðja skipti beiðni sína um að fá jafna stöðu á við eiginleg trúfélög í landinu.

Beiðni Siðmenntar um að fá að njóta góðs af sóknargjöldum og mega sinna borgaralegum athöfnum til jafns við eiginleg trúfélög hefur ekki hlotið náð fyrir augum alþingismanna hingað til.

Siðmennt segir það ekki samræmast kröfu sameinuðu þjóðanna um skoðana- og trúfrelsi. Nú bera félagsmenn fram tillögu að lagabreytingum á lögum um skráð trúfélög að norskri fyrirmynd. Þar hefur lífsskoðunarfélagið Human-Etisk Forbund sinnt hvers kyns borgaralegum athöfnum og þegið sóknargjöld frá árinu 1981.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×