Innlent

Geitastofninn sagður í útrýmingarhættu

MYND/Kristín Eva

Geitastofninn á Íslandi er í útrýmingarhættu og eru nú aðeins 350 geitur í landinu, að sögn Bændablaðsins. Geitabændur fá greidda verndarstyrki á hverja geit, en það dugir ekki til enda eru afurðir geitanna lítið sem ekkert nýttar. Samkvæmt alþjóðasamningum ber íslendingum að viðhalda stofninum og eru nú hafnar rannsóknir á geitamjólk í þeirri von að það verði til þess að mjólkin verði nýtt og áhugi á geitarrrækt vaxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×