Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen fer á næstu dögum til Bandaríkjanna ásamt læknum Newcastle, þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð hjá hinum virta lækni Richard Steadman. Sá átti stóran þátt í að lappa upp á Alan Shearer þegar hann meiddist á hné á sínum tíma og vonast menn til að Owen nái sér sem fyrst í kjölfarið.
Á leið til sérfræðings í Bandaríkjunum
