Innlent

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeild KBbanka spáir 0,75% hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl sem mun leiða til þess að 12 mánaða verðbólga fer úr 4,5% í 5% ef spáin gengur eftir. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum bankans í dag. Vísitalan hækkaði um 0,2% í apríl í fyrra.

Búist er við um 5% hækkun á eldsneytisverði í apríl og það eitt og sér myndi leiða til 0,25% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Gert er ráð fyrir að matvælaverð hækki um 0,5-1% á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×