Innlent

300 milljónir til Barnaspítala Hringsins

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, og dóttir hans, Kristín Jóhannesdóttir, hafa gefið Barnaspítala Hringsins 300 milljóna króna styrk sem verður notaður til að auka hágæsluþjónustu á spítalanum. Styrkurinn er til næstu 5 ára, 60 milljónir ár hvert.

Tilkynnt var um styrkveitinguna á Barnaspítalanum í dag og var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Hágæsluþjónusta á Barnaspítalanum verður starfrækt í nánu samstarfi við gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Allra veikustu börn munu þó áfram þurfa vistun á gjörgæsludeild spítalans.

Fjallað var um vanda hágæsluþjónustu á Barnaspítalanum í fréttaskýringaþættinum Kompás á NFS í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×