Mikil fækkun flugvéla eftir lok kalda stríðsins Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2006 00:01 Fréttaskýring Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og 192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin var búin eins hreyfils F-51 Mustang-flugvélum úr síðari heimsstyrjöld. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82. orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B Starfire. Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja hreyfla þotum af F-89 Scorpion-gerð leystu félaga sína af hólmi í nóvember 1954. Aukinn viðbúnaðurFlug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum 1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar af ýmsum gerðum og stórar björgunarþyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19, sem varnarliðið fékk árið 1953, á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni. Þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið 1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þær voru leystar af hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af gerðinni E-3A Sentry, sem gjarnan eru nefndar AWACS. Mikilvægi ÍslandsSikorsky-björgunarþyrlaOrrustuþotur varnarliðsins voru einnig endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C Phantom II árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C Eagle komu til landsins. Á árunum 1962-1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt. Hrun SovétríkjannaF-15 orrustuþotaVið hrun Sovétríkjanna var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr átján í tólf og rekstri AWACS-ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi. Orrustuflugvélum skyldi fækkað en að minnsta kosti fjórum þeirra haldið úti á Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna. Á árunum 1990 til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins um helming, úr 37 í 18. Sem stendur er flugvélakostur varnarliðsins að jafnaði fjórar til sex F-15 orrustuflugvélar. ÞyrlusveitinBandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni Sikorsky SH-53J Seabat. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi með þrjár stórar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-3 Jolly Green Giant. Det. 14 var gerð að sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni árið 1988 og í ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G Pave Hawk. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun yfir 310 mannslífa af mörgum þjóðernum síðan árið 1971. Þar af eru nærri 180 Íslendingar. Heimild: Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins. Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Flugfloti Bandaríkjahers frá 1952 hefur tekið miklum breytingum frá einum tíma til annars. Staða heimsmála hefur þar ráðið miklu. Eftir lok kalda stríðsins fækkaði mjög í flugflotanum og nú hefur verið tilkynnt að allar orrustuþotur og björgunarþyrlur hersins verði fluttar af landi brott á komandi hausti. Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og 192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin var búin eins hreyfils F-51 Mustang-flugvélum úr síðari heimsstyrjöld. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82. orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B Starfire. Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja hreyfla þotum af F-89 Scorpion-gerð leystu félaga sína af hólmi í nóvember 1954. Aukinn viðbúnaðurFlug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum 1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar af ýmsum gerðum og stórar björgunarþyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19, sem varnarliðið fékk árið 1953, á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni. Þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið 1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þær voru leystar af hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af gerðinni E-3A Sentry, sem gjarnan eru nefndar AWACS. Mikilvægi ÍslandsSikorsky-björgunarþyrlaOrrustuþotur varnarliðsins voru einnig endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C Phantom II árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C Eagle komu til landsins. Á árunum 1962-1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt. Hrun SovétríkjannaF-15 orrustuþotaVið hrun Sovétríkjanna var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr átján í tólf og rekstri AWACS-ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi. Orrustuflugvélum skyldi fækkað en að minnsta kosti fjórum þeirra haldið úti á Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna. Á árunum 1990 til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins um helming, úr 37 í 18. Sem stendur er flugvélakostur varnarliðsins að jafnaði fjórar til sex F-15 orrustuflugvélar. ÞyrlusveitinBandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni Sikorsky SH-53J Seabat. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi með þrjár stórar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-3 Jolly Green Giant. Det. 14 var gerð að sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni árið 1988 og í ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G Pave Hawk. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun yfir 310 mannslífa af mörgum þjóðernum síðan árið 1971. Þar af eru nærri 180 Íslendingar. Heimild: Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins.
Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira