Engar bætur fyrir fótamissi 10. febrúar 2006 19:24 Pólskur maður, sem missti af báðum fótum eftir að hafa fengið blóðeitrun síðasta sumar við vinnu hér á landi, hefur lent á milli þils og veggjar í kerfinu og fær engar tryggingabætur. Átján ára sonur mannsins kom til landsins fyrir viku til að aðstoða hann og létta honum lífið. Irek Glevchowski kom hingað til lands síðasta vor til þess að vinna og hóf hann störf hjá Jarðvélum. Irek taldi sig hafa full atvinnuréttindi enda hafði hann fengið kennitölu hjá þjóðskránni og vinnuveitendur hans athuguðu málið ekki frekar og var hann ráðinn í vinnu. Irek var að þrífa ruslagám skammt frá Borgarnesi þegar hann sýktist og fékk blóðeitrun en það vissi hann ekki strax heldur hélt hann að um venjuleg veikindi væri að ræða. Irek var í gjörgæslu í sex vikur og var honum vart hugað líf. Rauði krossinn greiddi flugfar fyrir ættingja hans þegar hann var sem verst staddur. Irek sem var hraustur fyrir náði sér en til að vinna bug á blóðeitruninni þurfti að taka af báðum fótum hans. Eins þurfti að fjarlægja annað nýrað og hann missti heyrn á öðru eyra. Rúmum tveimur mánuðum eftir slysið man Irek fyrst eftir sér að ráði og nú hefur hann verið samtals átta mánuði á sjúkrahúsi. Nú er hann í endurhæfingu á Grensás þar sem hann er að læra að ganga á gervifótum frá Össuri. Irek greiddi sjálfur fyrir flugfar sonarins til landsins og segir hann fjárhagsstöðuna fara síversnandi frá því hann slasaðist. Hann vonast til að sonur hans fái vinnu hér á landi svo hann geti séð fyrir þeim því nánast allt sparifé þeirra er búið. Efling vinnur að því finna lausn á málum Ireks en hún er ekki í sjónmáli og er framtíð hans því í mikilli óvissu. Fréttir Innlent Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Pólskur maður, sem missti af báðum fótum eftir að hafa fengið blóðeitrun síðasta sumar við vinnu hér á landi, hefur lent á milli þils og veggjar í kerfinu og fær engar tryggingabætur. Átján ára sonur mannsins kom til landsins fyrir viku til að aðstoða hann og létta honum lífið. Irek Glevchowski kom hingað til lands síðasta vor til þess að vinna og hóf hann störf hjá Jarðvélum. Irek taldi sig hafa full atvinnuréttindi enda hafði hann fengið kennitölu hjá þjóðskránni og vinnuveitendur hans athuguðu málið ekki frekar og var hann ráðinn í vinnu. Irek var að þrífa ruslagám skammt frá Borgarnesi þegar hann sýktist og fékk blóðeitrun en það vissi hann ekki strax heldur hélt hann að um venjuleg veikindi væri að ræða. Irek var í gjörgæslu í sex vikur og var honum vart hugað líf. Rauði krossinn greiddi flugfar fyrir ættingja hans þegar hann var sem verst staddur. Irek sem var hraustur fyrir náði sér en til að vinna bug á blóðeitruninni þurfti að taka af báðum fótum hans. Eins þurfti að fjarlægja annað nýrað og hann missti heyrn á öðru eyra. Rúmum tveimur mánuðum eftir slysið man Irek fyrst eftir sér að ráði og nú hefur hann verið samtals átta mánuði á sjúkrahúsi. Nú er hann í endurhæfingu á Grensás þar sem hann er að læra að ganga á gervifótum frá Össuri. Irek greiddi sjálfur fyrir flugfar sonarins til landsins og segir hann fjárhagsstöðuna fara síversnandi frá því hann slasaðist. Hann vonast til að sonur hans fái vinnu hér á landi svo hann geti séð fyrir þeim því nánast allt sparifé þeirra er búið. Efling vinnur að því finna lausn á málum Ireks en hún er ekki í sjónmáli og er framtíð hans því í mikilli óvissu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira