Innlent

Tilnefnd til íslensku þekkingarverðlaunanna

Frá verðlaunaafhendingu í fyrra
MYND/Haraldur Jónassson

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hafa tilnefnt þrjú fyrirtæki til Íslensku þekkingarverðlaunanna: Avion Group, Actavis og Bakkavör.

Forseti Íslands og verndari dagsins, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunagrip sem nefndur er Þekkingarbrunnur því fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði stefnumótunar.

Þá er jafnframt tilkynnt um val á viðskiptafræðingi/hagfræðingi ársins 2005 sem talinn er hafa skarað fram úr á fyrrnefndu sviði. Verðlaunaafhendingin fer fram á Íslenska þekkingardeginum sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) heldur á Nordica hótel

fimmtudaginn 2. febrúar.

Þetta er í sjötta sinn sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) veitir slík verðlaun. Fyrirtækin sem áður hafa hlotið verðlaunin eru KB banki (2005), Actavis (2004), Íslandsbanki (2003), Marel (2002) og Íslensk erfðagreining (2000). Að þessu sinni eru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði stefnumótunar. Fyrirtækin sem flestar tilnefningar hlutu voru Avion Group, Actavis og Bakkavör.

Sérstök dómnefnd sker úr um hvert þessara þriggja fyrirtækja hlýtur Íslensku þekkingarverðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×