Innlent

Alvarlegt slys á Hellisheiði

MYND/Heiða Helgadóttir

Ökumaður slasaðist alvarlega, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans lenti framan á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt á Hellisheiði um klukkan átta í morgun. Þar var þá blindþoka, rigning og hvassviðri. Vegurinn lokaðist vegna árekstursins og var umferðinni beint um þrengslin.

Björgunarmenn þurftu að klippa bílflakið utan af ökumanninum og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur nú.

Björgunarmenn voru um klukkustund að athafna sig á staðnum og var Hellisheiðin opnuð á ný að því loknu. Ökumaður hins bílsins slapp ómeiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×